Upphafið  að Bæjarhús ehf.


Bæjarhús ehf. var stofnað árið 2000 af Einari Skúla Hjartarsyni, húsasmiðameistara og Elísabetu Gunnarsdóttur.

Elísabet Gunnarsdóttir hefur selt Gunnari Inga Jónssyni fyrirtækið.  Hann tók við rekstri um áramótin 2015-2016.

Starfsemin

Bæjarhús tekur að sér alla almenna vinnu í byggingaiðnaði, ýmsa þjónustu við húseigendur og fyrirtæki. Viðgerðum á friðuðum og varðveisluverðum húsum. Byggingastjórn, áætlanagerð, eftirlit með framkvæmdum og fl.

Starfmenn Bæjarhús ehf. hafa m.a. aðstoðað húseigendur við frágang á umsóknum til fjárlaganefndar ríkisins, húsafriðunarsjóðs, húsverndarsjóðs Reykjavíkur ofl. einnig við gerð verk-og kostnaðaráætlana, verklýsinga ofl.

Bæjarhús ehf. rekur trésmíðaverkstæði að Skeiðarási 12 Garðabæ, þar eru  meðal annars smíðaðir gluggar, hurðir og annað tréverk sem þarf til smíði húsa og húsaviðgerða.

Bæjarhús ehf. aðstoðar húseigendur að viðhalda húseignum sínum.

 

Starfsmenn

Gunnar Ingi Jónsson og Örn Hilmarsson, húsasmíðameistarar eru máttarstólpar Bæjarhús ehf. Fjöldi húsasmiðameistara og húsasmiða er þetta á bilinu fjórir til tíu, flestir yfir sumartímann.

Starfsmenn Bæjarhús ehf hafa  mikla reynslu og víðtæka þekkingu á viðhaldi húsa á öllum aldri.   Hafa þeir sérþekkingu á viðhaldi og endurbótum eldri timburhúsa,  húsa með varðveislugildi .m.a. torfbæjum.

Samstarfsaðilar

Með Bæjarhús ehf vinna traustir,löggiltir verktakar úr hinum ýmsu greinum byggingariðnaðarins, sem eru kallaðir til þegar þörf er á.

Einkunarorð

Varðveisla,viðgerðir og endurbætur.

Byggingastjórn, áætlanir og ráðgjöf.

Síðast uppfært ( Sunnudagur, 08. Júlí 2018 13:36 )