Bæjarhús ehf.
Gluggaviðgerðir
"Ónýtur gluggi" er oft í nokkuð góðu lagi.
VSK af vinnu á byggingarstað verður endurgreiddur allt árið 2014
Átt þú hús sem þarfnast viðgerða og viðhalds, en veist ekki hvert á að leita?
Starfsmenn Bæjarhús ehf eru allir sérmenntaðir í viðhaldi og viðgerðum á húsum, einnig gömlum húsum, með varðveislugildi. Gömlu húsin eru oft styrkhæf, frá Húsafriðunarnefnd ríkisins eða Húsverndarsjóði Reykjavíkurborgar.
Fyrirtækið hefur starfað að viðhaldi húsa ásamt öðrum verkefnum frá upphafi.
Þegar eigendur eldri timburhúsa ráðast í viðgerðir á húsum sínum en hafa ekki þekkingu á viðhaldi, er mikilvægt að leita ráða hjá aðilum sem hafa sérþekkingu á viðhaldi gamalla húsa, en grípi ekki „auðveldu“ leiðina og skipta t.d. út glugga í heild sinni, þegar einungis er þörf á viðgerðum á glugganum.
Gluggaviðgerðir
Margir gluggaframleiðendur eru tilbúnir að selja húseigendum nýja glugga. Þeir hafa sjaldnast heildarkostnað í huga, sjá bara kostnað við að taka gamla gluggann úr og stinga nýjum í gatið án þess að huga að frágangi á tréverki sem að glugganum kemur, bæði innan og utanhúss.
Þegar skipt er um glugga í timburhúsi,þarf í flestum tilfellum að endurnýja falda (gerekti) og vatnsbretti að utan og áfellur og falda (gerekti) og jafnvel sólbekki að innan. Oft er strigi með pappa á, upp að földum þá geta veggir einnig skemmst. Þannig verður „ódýra“ leiðin mun dýrari þegar upp er staðið, en sú sem leit út fyrir að vera dýrari í upphafi verður ódýrari.
Þegar viðskiptavinur óskar eftir því að Bæjarhús endurnýi eða meti ástand glugga í gömlu húsi fullyrðir hann oft að gluggarnir séu ónýtir. En ónýtir gluggar eru ekki alltaf ónýtir.
Oft er málningu mjög ábótavant, en timbrið í gluggakörmum í flestum tilfellum í góðu lagi eða þarfnast smávægilegra viðgerða. Þá getur þurft að smíða nýja ramma t.d. með tvöföldu gleri og mögulega að setja nýja pósta því þeir gömlu hafa verið fjarlægðir. Auðvelt er að setja 2falt einangrunargler í gamla glugga.
Fyrirtækið starfar að viðgerðum í samstarfi við Húsafriðunarnefnd ríkisins og Húsverndarsjóð Reykjavíkur. Við höfum einnig aðstoðað húseigendur við umsóknir um stryrki til Húsafriðunarnefndar ríkisins og Húsverndarsjóðs Reykjavíkur.
Bæjarhús hefur tekið að sér að heildarendurnýjun á húsum fyrir eigendur. Bæði innan húss og utanhúss. Við metum handverkið mikils. Verkin okkar eru okkar auglýsing.
Síðast uppfært ( Föstudagur, 04. Apríl 2014 11:30 )
ViðhaldÁtt þú hús sem þarfnast viðgerða/viðhalds, en veist ekki hvert þú átt að leita? VSK endurgreiddur af vinnu á byggingarstað allt árið 2014Bæjarhús tekur að sér viðhald fasteignaBæjarhús hefur ætíð starfað við viðhald og endurbætur fasteigna. Frá forathugun á viðgerðarþörf til framkvæmda. |
Verk í vinnslu |